|
:: fimmtudagur, desember 23, 2004 ::
Lillejuleaftensdag
Jújú, það er bara komin Þorláksmessa, síðasta verkefninu hefur verið skilað fyrir nokkrum dögum og jólastemningin er farin að segja til sín, enda hefur snjóað smávegis hérna í Danaveldi, þó sá litli snjór sé nú horfinn aftur og rigningin tekin við. Þeir halda nú samt í vonina um að fá örlítið hvít jól þetta árið.
:: Hefaistoz 11:32 [+] ::
...
:: föstudagur, desember 03, 2004 ::
"1 down 2 to go"
Fyrsta kúrsi haustsins lokið með klukkustundar löngu prófi í gær. Aldeilis ljómandi gott að vera búinn að afgreiða það.
Þarf svo að ljúka tveimur verkefnum áður en ég get farið í jólafrí.
Ætli maður reyni ekki samt að inna sér eitthvað að gera fram að jólum svona til þess að maður fari nú ekki að glápa á sjónvarpið á daginn og verða háður einhverjum skelfilegum sápum sem er víst nóg af þegar vanalega er slökkt á imbakassanum.
:: Hefaistoz 13:27 [+] ::
...
:: laugardagur, nóvember 13, 2004 ::
Tag stilling - Vælg den uniform, der passer til dig!
Jújú, mikið rétt, ég er enn á lífi þó ég hafi ekki mikið látið heyra í mér up á síðkastið.
Ég fékk bréf í dag frá sjálfum innflytjendaráðherranum, Bertel Haarder, þar sem ég er hvattur til að sækja mér menntun innan lögreglunnar, varnarliðsins eða björgunarsveitarinnar.
Ráðherrann hefur greinilega ekki mikið álit á útlendingum í verkfræðinámi, eða hvað?
:: Hefaistoz 11:20 [+] ::
...
:: föstudagur, júní 25, 2004 ::
Aldarfjórðungsafmæli
Aldeilis að maður er orðinn háaldraður. Í gær var vinum og nágrönnum boðið í mat og þessum stórmerka áfanga fagnað.
Annars var ég að klára þriggja vikna kúrsinn í gær líka og er því kominn í viku frí áður en haldið verður í flugferð á klakann í norðri, en þá tekur við 5 vikna vinnutörn ásamt heimsóknum til þeirra sem enn muna eftir manni.
:: Hefaistoz 10:34 [+] ::
...
:: fimmtudagur, maí 20, 2004 ::
Próf -> Metallica
Það styttist óðfluga í tónleika Metallica í Parken og það verður frábær leið til að fagna prófalokum þessa önnina, en síðasta prófið er einmitt sama dag og Metallicatónleikarnir.
Ekki það að ég sé byrjaður í prófum, neinei, tvö stykki í næstu viku og það er allt og sumt. Ekkert nema gott um það að segja.
:: Hefaistoz 19:36 [+] ::
...
:: laugardagur, maí 01, 2004 ::
STUTTBUXUR
Það held ég nú. Það er ekki komið hádegi og úti er 17 stiga hiti, þannig að ég er sumsé kominn í stuttbuxur.
Ekki heldur verra að vera nýklipptur, en Fjóla fer fimum höndum með skærin um hausinn á mér þegar hárlubbinn er orðinn "out of control".
:: Hefaistoz 11:21 [+] ::
...
:: mánudagur, apríl 26, 2004 ::
Ég hata próf!
Bara svona þannig að þið vitið það.
Alveg merkilegt hvað er hægt að pota mörgum vondum spurningum í hálftíma skyndipróf.
:: Hefaistoz 11:30 [+] ::
...
|